Gæludýr.is

Orri Hjaltalín tekur við Þór

Orri Hjaltalín tekur við Þór

Orri Freyr Hjaltalín hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þór. Orri tekur við starfinu af Páli Viðari Gíslasyni sem hefur þjálfað liðið undanfarið ár.

Í tilkynningu á vef félagsins segir að Orra þurfi ekki að kynna fyrir stuðningsfólki Þórsara. Hann er uppalinn hjá liðinu og á að baki 386 leiki fyrir Þór, Grindavík, Magna og GG.

Hann var leikmaður og aðstoðarþjálfari hjá Magna árin 2015 og 2016 en hann lék síðast fyrir Þór í Inkasso deildinni árið 2017. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Þór í gær.

Mynd: Orri Freyr Hjaltalín nýráðinn þjálfari Þórs og Gestur Arason stjórnarmaður í knattspyrnudeild. Thorsport.is/Palli Jóh

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó