Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt fjóra starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík til að greiða sektir.
Mennirnir voru ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna.
Brot mannana fólust í því að of margir farþegar voru um borð í bátunum en farþegarnir voru frá því að vera 13 og upp í 18 í þeim tilvikum sem ákært var fyrir. en Farþegabáturinn hafði aðeins leyfi til að flytja 12 farþega.
Auk framkvæmdastjóra fyrirtækisins voru þrír stjórnendur bátanna dæmdir til greiðslu sekta.
Dóminn í heild má lesa HÉR
UMMÆLI