Fjölmiðlamaðurinn Óðinn Svan Óðinsson birti í gær myndasyrpu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sýnir frá því hvernig andlitsgrímum hefur verið fleygt víða um Akureyrarbæ.
Grímuskylda er víða um þessar mundir vegna Covid-19. Svo virðist sem margir einstaklingar leggi ekki mikið á sig til þess að henda grímunum í ruslatunnur eftir notkun miðað við myndirnar.
„Þetta er leiðinlegasta myndasería sem þið hafið séð í dag. Hún heitir 2020,“ skrifar Óðinn Svan við myndirnar.
UMMÆLI