KA vann Þór með tveim mörkum

thorka_2011

KA hafði betur gegn Þórsurum

Knattspyrnulið KA og Þór leiddu saman hesta sína í æfingaleik í Boganum í gær en bæði lið eru nýfarin af stað í undirbúningi sínum fyrir komandi knattspyrnusumar.

Skemmst er frá því að segja að Pepsi-deildarlið KA vann 2-0 sigur á Inkasso-deildarliði Þórs. Bakvörðurinn knái Baldvin Ólafsson kom KA í 1-0 með glæsimarki og Ásgeir Sigurgeirsson gulltryggði sigur KA skömmu fyrir leikslok.

Þór 0-2 KA

0-1 Baldvin Ólafsson (´28)

0-2 Ásgeir Sigurgeirsson (´84)

Sambíó

UMMÆLI