NTC

Sigtryggur Daði með U21 til Serbíu

Sigtryggur Daði með U21 til Serbíu

Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson, landsliðsþjálfarar U21 árs landsliðs karla í handbolta, tilkynntu í gær hópinn sem fer til Serbíu í byrjun næsta árs.

Einn Akureyringur er í hópnum en það er Sigtryggur Daði Rúnarsson sem leikur með Aue í þýsku B-deildinni. Sigtryggur Daði er einn þriggja atvinnumanna í þessum 18 manna hópi.

Liðið heldur til Serbíu í upphafi nýs árs og leikur þar í undankeppni HM 2017 en leikið verður dagana 6.-8.janúar næstkomandi.

Hópurinn í heild sinni

Markverðir:
Einar Baldvin Baldvinsson, Víkingur
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Aron Dagur Pálsson, Grótta
Dagur Arnarsson, ÍBV
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Hákon Daði Styrmisson, Haukar
Kristján Kristjánsson, Fjölnir
Leonharð Harðarsson, Grótta
Nökkvi Elliðason, Grótta
Óðinn Ríkharðsson, FH
Ómar Ingi Magnússon, Århus håndbold
Sigtryggur Daði Rúnarsson, EHV Aue
Sturla Magnússon, Valur
Sveinn Jóhannsson, Fjölnir
Teitur Einarsson, Selfoss
Ýmir Örn Gíslason, Valur

Sjá einnig

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó