NTC

Síðasti leikur Akureyrar á þessu ári

Tvíhöfði í KA-heimilinu í dag. Allir á völlinn!

Tvíhöfði í KA-heimilinu í dag. Allir á völlinn!

Það er nóg um að vera í akureyrsku handboltalífi í dag því boðið verður upp á tvíhöfða í KA-heimilinu þar sem bæði lið Akureyrar verða í eldlínunni.

Klukkan 14 tekur ungmennalið Akureyarar á móti aðalliði Víkings en liðin leika í 1.deild karla. Víkingur er í 5.sæti deildarinnar á meðan Akureyri U situr í 9.sæti en alls eru tólf lið í 1.deildinni.

Fljótlega að þeim leik loknum, eða klukkan 16 er svo komið að leik Akureyrar og Fram í Olís-deild karla en þetta er síðasti leikurinn á þessu ári.

Bæði lið hafa ellefu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Síðast þegar liðin mættust í deildinni höfðu Framarar betur með einu marki, 29-28 en þá var leikið á heimavelli Fram.

Sambíó

UMMÆLI