NTC

12 ný smit síðasta sólahring:„Komið upp víða í okkar umhverfi“

12 ný smit síðasta sólahring:„Komið upp víða í okkar umhverfi“

12 ný smit hafa bæst við á Norðurlandi eystra síðasta sólarhring samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Það er hátt hlutfall af nýjum smitum á landinu. Þrjú smitanna greindust utan sóttkvíar.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að smit hafi komið upp víða í okkar umhverfi að undanförnu. Meðal annars hjá Brekkuskóla, Lundarskóla, VMA, íþróttafélögum, í fiskvinnslu og leikskólanum á Dalvík, í sjúkraþjálfun. Í dag kom einnig upp smit inn í skammtíma- og frístundaþjónustu fyrir fatlaða á Akureyri.

„Það er alveg ljóst að við erum í baráttu hérna fyrir norðan, en þá baráttu ætlum við að vinna saman. Við minntum fyrirtæki og stofnanir áðan á að huga vel að órofnum rekstri og hvetjum alla til að huga að því markmiði sem að við erum búin að setja okkur. Að ná þessum faraldri niður.Sinnum sóttvörnum á sem bestan hátt, eins og við erum búin að læra. Nú er bara að muna alltaf eftir því,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Facebook en þar má sjá lista yfir fjölda smita eftir póstnúmerum.

https://www.facebook.com/logreglannordurlandieystra/posts/2762502647335334
Sambíó

UMMÆLI