Pepsi-deildarlið KA er komið á fullt í undirbúningi sínum fyrir næsta sumar en í gærkvöldi mætti liði Völsungi í æfingaleik sem fram fór í Boganum.
Áki Sölvason kom KA yfir strax í upphafi leiksins og Fannar Hafsteinsson tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var allur en hann hefur hingað til leikið í stöðu markvarðar. Hann lék sem útileikmaður í þessum leik líkt og hann hefur gert undanfarið.
Sjá einnig: Fannar Hafsteinsson lék í miðri vörninni
Frosti Brynjólfsson kom svo KA í 3-0 í síðari hálfleik og urðu það lokatölur leiksins.
KA 3-0 Völsungur
1-0 Áki Sölvason
2-0 Fannar Hafsteinsson
3-0 Frosti Brynjólfsson
Leikurinn var sýndur beint á KATV og geta áhugasamir horft á leikinn með því að smella hér.
UMMÆLI