Framsókn

Sjómenn á leið í verkfall

Verkfall skellur á klukkan 20 í kvöld. Mynd: samherji.is

Verkfall skellur á klukkan 20 í kvöld. Mynd: samherji.is

Verkfall sjómanna hefst í kvöld klukkan 20:00. Þetta varð ljóst í hádeginu þegar talningu  atkvæða um nýjan kjarasamning sjómanna við útgerðir lauk.

Samningurinn var felldur með 76% greiddra atkvæða hjá Sjómannasambandi Íslands og 86% greiddra atkvæða hjá Sjómannafélagi Íslands.Á kjörskrá voru 1.098 sjómenn og af þeim kusu 743 eða 67,7% af þeim sem voru á kjörskrá.

Aðild að samningnum eiga öll aðildarfélög Sjómannasambands Íslands að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga undanskildum.

Mikill meirihluti sjómanna allra aðildarfélaga felldi samninginn. Í kvöld skellur því á ótímabundið verkfall sjómanna.

Sambíó

UMMÆLI