NTC

Gullmark Jóhanns tryggði SA sigur

Jóhann Már Leifsson tryggði SA sigur í kvöld. Mynd: sasport.is

Jóhann Már Leifsson tryggði SA sigur í kvöld. Mynd: sasport.is

Skautafélag Akureyrar vann magnaðan sigur á Birninum í Hertz-deild karla í íshokkí þegar liðin mættust í Egilshöll í Reykjavík í kvöld. Aðeins munaði einu stigi á liðunum í öðru og þriðja sæti þegar kom að leiknum í kvöld og því um afar mikilvægan leik að ræða.

Andri Már Mikaelsson kom SA í 0-1 snemma leiks. Reynsluboltinn Björn Már Jakobsson tvöfaldaði forystuna áður en fyrsti leikhluti var allur en heimamenn náðu að minnka muninn undir lok leikhlutans. Staðan 1-2 eftir fyrsta leikhluta.

Jussi Sipponen kom SA í 1-3 um miðjan annan leikhluta og þannig stóðu leikar í lok annars leikhluta.

Heimamenn voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í þriðja og síðasta leikhlutanum. Því þurfti að framlengja.

Framlengingin stóð ekki lengi, aðeins ellefu sekúndur, því þá skoraði Jóhann Már Leifsson gullmark og tryggði SA sætan, og um leið gífurlega mikilvægan sigur.

Markaskorarar SA: Andri Már Mikaelsson 1, Björn Már Jakobsson 1, Jussi Sipponen 1, Jóhann Már Leifsson 1.

Markaskorarar Bjarnarins: Edmunds Induss 1, Falur Guðnason 1, Adam Rosenberg 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó