Leikskóladeildinni Árholti við hlið Glerárskóla á Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs hjá Akureyrarbæ, í samtali við Rúv. Barnið var í leikskólanum í gærmorgun en var sótt þegar það kom í ljós að foreldri þess var smitað af veirunni. Barnið fór í skimun í gær og jákvæð niðurstaða lá fyrir í morgun.
Allt starfsfólk leikskóladeildarinnar og börn eru farin í varúðarsóttkví vegna smitsins. Beðið er frekari fyrirmæla frá sóttvarnayfirvöldum. Í Árholti hafa verð 17 börn og 7 starfsmenn en deildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum.
UMMÆLI