Framsókn

Njálgur smitast hratt á Akureyri

Brekkuskóli

Brekkuskóli

Njálgur hefur gert vart við sig í Brekkuskóla og eflaust fleiri grunnskólum á Akureyri. Hann smitast hratt á milli nemenda og erfitt er að eiga við hann þegar svona mörg börn hafa smitast nú þegar.
Því er biðlað til allra foreldra að skoða hvort börnin á heimilinu hafi smitast og taka í kjölfarið viðeigandi ráðstafanir.

Egg njálgsins eru ósýnileg og helsta smitleið hans er í gegnum munn. Eins og flestir vita fylgir njálgnum mikill kláði og er það helsta orsök smita, þegar börnin klóra sér og í kjölfarið komast eggin á putta og smitast þannig á milli.
Því er mikilvægt að allir taki á þessu sníkjudýri sem fyrst en lyf er hægt að nálgast í öllum apótekum.

VG

UMMÆLI

Sambíó