Framsókn

„Sama hvað þið hin segið þá get ég VEL haldið jól án þess að trúa á Harry Potter, úps, ég meina Jesús“

Hallur Örn Guðjónsson skrifar:

Hallur Örn Guðjónsson skrifar:

Hallur Örn Guðjónsson er ekki allskostar sammála Sigurði Guðmundssyni um heimsóknir skólabarna til kirkju en efnið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga. Kaffið birti pistil eftir Sigurð í gær sem að Hallur vildi svara, verandi trúleysingi og verulega ósammála þeim skrifum. Við fengum leyfi Halls til að birta pistilinn hans hér á Kaffinu.

Auðvitað er erfitt fyrir kristið fólk að sjá af hverju þetta er ekki sjálfsagður hlutur, auðvitað finnst kristnu fólki þetta ekki vera trúboð. Kristið fólk trúir öllu þessu. Fyrir kristnu fólki er þetta einfaldlega heimsókn til vísindamanns sem er að segja börnum niðurnegldan sannleikann. Bara að kynna fyrir þeim staðreyndir alheimsins.

Ég reikna með að presturinn sé ekki með neinn fyrirvara (disclaimer), eða hvernig er það? Segir presturinn kannski alltaf „Þetta er það sem við kristna fólkið trúum, en þetta er ekkert endilega heilagur sannleikur fyrir ykkur. En fyrir mér er þetta heilagur sannleikur“? Eða hvernig kemur hann þessu frá sér? Ef eitthvað barn myndi spyrja út í jesú eða eitthvað af aukahlutverkunum úr bókinni? Þá myndi presturinn eflaust svara eins og þetta væri allt vísindaleg staðreynd.

Þannig að fyrir okkur hin sem trúum ekki á neinar af þessum skáldsögum, já eða trúum á aðrar skáldsögur þá er þarna einfaldlega verið að ljúga að börnunum okkar.

Fyrir mér er þetta afskaplega einfalt, þið foreldrar sem eruð kristnir og viljið endilega að börnin ykkar fari í kirkju, farið bara sjálf með þau í kirkju. Það þarf engar kirkjuheimsóknir í skólum til þess að njóta jólanna. Þegar ég var krakki í Oddeyrarskóla var föndrað, bakað jólakökur, gert flatbrauð, sungið jólalög …ég nenni ekki að telja það allt upp en það voru engar kirkjuferðir sem ég man eftir. Enda er þessi kristni sem þið (þið vitið hver þið eruð) segið að sé upphaf og endir jólanna að hverfa úr almennu jólahaldi. Ég hef aldrei farið í kirkju á jólunum, enginn í minni fjölskyldu, enginn sem ég þekki. Jú reyndar einn eða tveir vinir mínir fóru þegar þeir voru tilneyddir af foreldrum sínum á barnsaldri, eins og margir vina minna sem voru líka tilneyddir af foreldrum sínum til að ferma sig. Flestir aðrir gerðu það síðan útaf gjöfunum.

Ég set upp jólatré (gervitré, þannig get ég geymt það í geymslunni skreytt, sparað mér vesenið á hverju ári), skreyti húsið með jólaseríum og jólaskrauti, borða góðan mat með fjölskyldunni, hlusta á fallega jólatónlist, gef gjafir og almennt nýt þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.

Hvað er það nákvæmlega sem þið kristnir menn eru að tileinka ykkur á jólunum? Ég veit allavega að þið eigið ekki jólatréið, jólasveinana, dagana tólf og þrettándann, gjafirnar. Hvernig væru þessi jól ykkar án allra þessara hefða? Bara jólamessa og…ja ég veit ekki kveikt á kerti og minnst þess að einhver gaur fæddist fyrir löngu.

Sama hvað þið hin segið þá get ég VEL haldið jól án þess að trúa á Harry Potter, úps, ég meina Jesús. Ef það eina sem ég er að missa af er messa þá verða jólin mín bara eins og þau hafa alltaf verið, TRÚLAUS.

Sjá einnig: Hræsnin nær nýjum hæðum þegar jólin færast nær

VG

UMMÆLI

Sambíó