Engin ný smit á Norðurlandi eystra

Engin ný smit á Norðurlandi eystra

Í gær urðu flest smit vegna Covid-19 á landsvísu síðan í vor. 99 ný smit greindust í gær en þann 24. mars greindust 106 með veiruna. Ekkert nýtt smit var þó greint á Norðurlandi eystra þar sem virk smit eru enn þrjú. Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is

22 einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra í dag. 747 virk smit eru nú á Íslandi en 640 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og 56 samtals á Suðurlandi og Suðurnesi. Á Norðurlandi öllu eru samtals sex smit.

Sjá einnig: Reiður og sár yfir því að landsbyggðin þurfi að gjalda fyrir fjölda smita á höfuðborgarsvæðinu

Þrátt fyrir að faraldurinn hafi ekki náð sér á strik á Norðurlandi í þessari þriðju bylgju eru sóttvarnarreglur og samkomutakmakanir eins á öllu landinu.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ eru Akureyringar hvattir til þess að sýna ítrustu varkárni í öllu sínu daglega lífiÍ tilkynningunnier minnt á að síðasta vor kom fyrsta bylgja Covid-19 til Akureyrar 1-2 vikum eftir að hún gaus upp á höfuðborgarsvæðinu og ekki er ástæða til að ætla að þróunin verði öðruvísi núna.

Sjá nánar: „Undir okkur sjálfum komið að sporna gegn því að þessi bylgja faraldursins verði mjög alvarleg á Akureyri“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó