Framsókn

Vésteinn Aðalgeirsson fær viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna

Mynd: simey.is

Mynd: simey.is

Akureyringurinn Vésteinn Aðalgeirsson var annar tveggja sem fékk viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þann 30. nóvember sl. Hann er 51 árs gamall og hefur undanfarna þrjá áratugi verið til sjós og er nú háseti á Vilhelm Þorsteinssyni EA-11.

Vésteinn segist lengi hafa haft hjá sér opin augu fyrir því að ná sér í aukna þekkingu. Hann hafi vitað lengi af endurmenntunarsjóði sjómanna en síðan hafi hreyfing komist á málin þegar Sjómennt hafi í upphafi árs 2015 gert samning við símenntunarstöðvar um allt land. Hann hafi hlýtt á kynningu á þessum samningi hjá SÍMEY og hún hafi vakið sinn áhuga að taka nú það skref sem hann hafi lengi verið með í huga. Vésteinn lauk námi í Mareltækni sem Fisktækniskólinn og Marel standa í sameiningu að í síðustu viku.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó