Framsókn

Dæmdar miskabætur vegna umferðarslyss árið 2017 við HörgárbrautMynd: Héraðsdómur Norðurlands Eystra.

Dæmdar miskabætur vegna umferðarslyss árið 2017 við Hörgárbraut

Karl­maður á Ak­ur­eyri og Vörður trygg­ing­ar­fé­lag voru í Héraðsdómi Norður­lands eystra í gær dæmd til þess að greiða konu 2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur vegna um­ferðarslys sem varð árið 2017. Þá voru stefndu einnig dæmd til greiðslu málskostnaðar. Mbl.is greinir frá.

Umferðarslysið fyrir þremur árum olli því að konan slasaðist og hundur hennar drapst samstundis. Fram kem­ur í dóm­in­um að hund­ur­inn hafi kast­ast 21 metra við höggið þegar hann varð fyr­ir bif­reiðinni og kon­an, eig­andi hans, um 5 metra. Héraðsdóm­ur féllst á það með kon­unni að karl­maður­inn hafi sýnt af sér stór­fellt gá­leysi þegar hann í nóv­em­ber 2017 ók bif­reið sinni á stefn­anda þar sem hún gekk yfir gang­braut á Hörgár­braut.

Karl­maður­inn játaði ský­laust á sig sök í mál­inu. Sner­ist deila málsaðila í skaðabóta­mál­inu um það hvort karl­maður­inn hafi sýnt af sér stór­fellt gá­leysi er hann ók á kon­una og hund henn­ar. Stefn­andi krafðist þess að stefndu yrði dæmd óskipt til að greiða hon­um 2 millj­ón­ir króna ásamt al­menn­um skaðabóta­vöxt­um.

VG

UMMÆLI

Sambíó