NTC

Covid smit í Lundarskóla

Covid smit í Lundarskóla

Starfsmaður í Lundarskóla hefur greinst með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla, í tölvupósti til foreldra og forráðamanna barna í 1. til 6. bekk í skólanum.

Foreldrar eru beðnir um að hafa börnin sín heima á meðan að unnið er að frekari smitrakningu í skólanum. Samkvæmt heimildum Kaffið.is eru allir kennarar sem kenna í 1. til 6. bekk í skólanum komnir í sóttkví.

Skólastarf í Lundarskóla við Dalsbraut mun að öllum líkindum liggja niðri fram á miðvikudag á meðan að smitrakning fer fram. Eldri nemendur í skólanum eru um þessar mundir að stunda nám sitt í Rósenborg.

Fjögur virk smit eru á Norðurlandi eystra og 18 einstaklingar eru í sóttkví samkvæmt tölum sem birtust klukkan 11 á vef Covid.is.

Sambíó

UMMÆLI