Framsókn

KEA veitti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði

200px-kea_logoxxiÞann 1. desember voru styrkir úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA veittir. Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrkina í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta var í 83. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Tæplega 160 umsóknir bárust KEA og var úthlutað 18 milljónum króna til 67 aðila.

Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir.

Hægt er að sjá lista yfir þá aðila og félög sem fengu styrk hér að neðan:

í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 17 aðilar styrki, samtals 2,6 milljónir króna.

  1. Kirkjukór Siglufjarðar – til að halda tónleika og gefa út geisladisk.
  2. Úlfur Logason – Efnilegur myndlistarmaður sem hóf nám í einum virtasta listaháskóla í Þýskalandi í haust.
  3. Freyvangsleikhúsið – til að setja upp söng- og leikdagskrá í tilefni 50 ára leiklistarafmælis.
  4. Akureyrarakademían – til að halda fyrirlestraröð fyrir íbúa öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
  5. Kammerkór Norðurlands – til að hljóðrita og gefa út á geisladisk.
  6. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra – til að skrifa sögu málefna þroskaheftra og fatlaðra á Norðurlandi.
  7. Kvæðamannafélagið Ríma – til að fjármagna útgáfu á geisladiski með íslenskum þjóðlögum.
  8. Salka kvennakór á Dalvík – til að halda tónleika í samstarfi við kirkjukór Dalvíkurkirkju og karlakór Dalvíkurbyggðar.
  9. Snerpa, íþróttafélag fatlaðra á Siglufirði –  til kaupa á boccia keppnissettum.
  10. Kristinn Már Torfason – til að halda málþing um Kristján Níels Jónsson – öðru nafni Káinn, sem var íslenskt kímniskáld.
  11. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju – til að setja upp sýningarsvæði í Akureyrarkirkju um byggingarsögu hússins.
  12. Margrét Sverrisdóttir – til að fjármagna auglýsingar á leikverkinu “Halla” sem sýnt verður á Raufarhöfn, Húsavík og Möðruvöllum í Hörgárdal.
  13. Karlakórinn Hreimur í Þingeyjarsýslu – fyrir almenna starfsemi kórsins, þar með talið til að halda vorfagnað.
  14. Kristín Aðalsteinsdóttir – Til að gefa út bókina “Fólkið í fjörunni” en hún fjallar um fólk og hús í innbænum á Akureyri.
  15. Bjarni Guðleifsson og Brynhildur Bjarnadóttir – Til að gefa út bókina Náttúruþankar en hún fjallar um ýmis fyrirbæri í náttúrunni.
  16. Svavar Alfreð Jónsson – Til að gefa út bók með ljósmyndum og texta af eyfirskum fossum.
  17. Ferðafélagið Fjörðungur – Til að reisa nýjan ferðamannaskála í Gili í Hvalvatnsfirði.

Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 24 aðilar styrki, samtals að fjárhæð 8,8 milljónir króna.

  1. KA og Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri – Til að vinna heildstæða áætlun félagsins gegn einelti í samvinnu við Háskólann á Akureyri.
  2. Íþróttafélagið Eik – Til að gera fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir og fara í keppninsferðir í sinni íþrótt.
  3. Meistaraflokkur kvenna í íshokkí – Til að fjármagna kaup á keppnisbúningum.
  4. Íþróttafélagið Akur – til að fjármagna keppnisferð til Svíþjóðar í febrúar 2017 fyrir 8 iðkendur.
  5. Hestamannafélagið Grani – til að klára nýjan keppnisvöll á félagssvæðinu.
  6. Skíðafélag Dalvíkur – til kaupa á tæknibúnaði til þjálfunar.
  7. Íþróttafélagið Draupnir – til að jafna kynjahlutföll í júdó með því að vera með kynjaskiptar æfingar.
  8. Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum – styrkur fyrir almenna viðburði nemendafélagsins.

Eftirtalin íþróttafélög hlutu almenna rekstrarstyrki:

  1. ÞórKA kvennaknattspyrna
  2. Ungmennafélagið Smárinn í Hörgársveit
  3. Blakfélag Fjallabyggðar
  4. Kvennalið KA/Þór í handbolta
  5. Sundfélagið Óðinn
  6. Knattspyrnufélag Akureyrar
  7. Þór
  8. Íþróttafélagið Magni
  9. Dalvík/Reynir
  10. Völsungur
  11. Skíðafélag Akureyrar
  12. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
  13. Akureyri handboltafélag
  14. Golfklúbbur Akureyrar
  15. Hestamannafélagið Léttir
  16. Fimleikafélag Akureyrar

Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr 150.000.-

Silvía Rán Björgvinsdóttir, íshokkí

Ævarr Freyr Birgisson, blak

Sandra María Jessen, knattspyrna

Sigurður Unnar Hauksson, skotfimi

Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti

Valþór Ingi Karlsson, blak

Tumi Hrafn Kúld, golf

Alexander Heiðarsson, júdó

Hafþór Andri Sigrúnarson, íshokkí

Ólöf María Einarsdóttir, golf

Sunna Guðrún Pétursdóttir, handbolti

Arnrún Eik Guðmundsdóttir, blak

Rún Árnadóttir, frjálsar íþróttir

13 verkefni hlutu styrk í flokknum Styrkir til Rannsókna- og menntamála, samtals 4,7 milljónir króna

  1. Hlíðarskóli – til kaupa á 20 spjaldtölvum fyrir nemendur skólans en þeir eiga margir við námsvanda að stríða.
  2. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi – til að halda ráðstefnu í maí 2017 um kynferðisofbeldi gegn drengjum.
  3. Rannsóknarmiðstöð ferðamála – til að rannsaka umfang og áhrif heimsókna skemmtiferðaskipa til Akureyrar og nágrannabyggða.
  4. Jóhann Örlygsson – til tækjakaupa sem nauðsynleg eru til að efnagreina sýni.
  5. Auðlindadeild Háskólans á Akureyri – til tækjakaupa fyrir nýsköpunarrými þar sem þróa má neytendavörur við viðurkenndar aðstæður.
  6. Andrea Hjálmsdóttir– til að rannsaka hvaða þættir stuðla að góðri aðlögun arabískra kvenna á Íslandi.
  7. Brynhildur Bjarnadóttir – til að rannsaka hvaðan nemendur á elsta ári í framhaldsskólum á Akureyri fá þær hugmyndir sem þeir hafa um umhverfi sitt.
  8. Markus Meckl-  Til rannsóknar á þeim vandamálum sem upp koma við menntun fólks úr ólíkum menningarheimum.
  9. Grunnskóli Raufarhafnar  – Til að þróa og koma á samvinnuverkefni milli skólans og tveggja stofnana, sem miðar að því að auka umhverfisvitund barna.
  10. Hrafnagilsskóli – Til að kaupa legovélmenni sem gerir nemum kleift að hafa Legó forritun sem valgrein á unglingastigi.
  11. Vísindaskóli unga fólksins – vísindaskólinn er fyrir 11-13 ára börn og hefur verið starfræktur s.l. tvö ár í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
  12. Framhaldsskólinn á Húsavík – til að kaupa 10 örtölvur til kennslu í forritun.
  13. Grenivíkurskóli – til að efla tækjakost skólans s.s. til kaupa á tölvum.
VG

UMMÆLI