NTC

Fannar Hafsteinsson markvörður lék í miðri vörninni

Fannar Hafsteinsson

Fannar Hafsteinsson

Nú þegar líða tekur á veturinn fara knattspyrnuliðin að dusta rykið af skónum og hefja undirbúning fyrir sumarið. KA menn, sem leika í Pepsi deild karla næsta sumar, léku í dag við lið Dalvíkur/Reynis.

Leiknum lauk með 7-0 sigri KA manna þar sem hinn ungi Áki Sölvason skoraði tvö mörk. Elfar Árni, Pétur Heiðar, Ásgeir, Daníel og Ólafur Aron skoruðu allir sitt markið hver í sigri sem var aldrei í hættu.

Það sem vakti þó athygli í leiknum var að markvörðurinn Fannar Hafsteinsson lék í miðri vörninni allan seinni hálfleikinn.

Fannar sem tók sér frí frá fótboltaiðkun um miðbik síðasta sumars hefur verið að æfa sem útileikmaður að undanförnu og verður spennandi að sjá hvar hann leikur á vellinum næsta sumar.

Heimildir Kaffisins herma að mörg lið á Norðurlandi hafi áhuga á að fá Fannar í markið hjá sér fyrir næsta sumar.

VG

UMMÆLI

Sambíó