Akureyri Handboltafélag vann tveggja marka sigur á Selfyssingum í Olís-deild karla í kvöld og lyfti sér þar með upp úr botnsætinu.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en Akureyringar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins. Staðan í leikhléi 11-9 og endaði leikurinn með sama mun, 25-23.
Eftir hörmulega byrjun eru Akureyringar heldur betur farnir að láta til sín taka en þetta var sjötti leikurinn í röð án taps og er Akureyri skyndilega komið með ellefu stig. Þrír af síðustu sex leikjum hafa unnist en aðrir þrír endað með jafntefli.
Mindaugas Dumcius var atkvæðamestur í liði Akureyrar með sex mörk og Kristján Orri Jóhannsson var skammt undan með fimm mörk.
Markaskorarar Akureyrar: Mindaugas Dumcius 6, Kristján Orri Jóhannsson 5, Patrekur Stefánsson 4, Igor Kopyshynskyi 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 2, Róbert Sigurðarson 2 og Andri Snær Stefánsson 1.
Tomas Olason varði 12 skot í marki Akureyrar.
Markaskorarar Selfoss: Elvar Örn Jónsson 10, Einar Sverrisson 5, Teitur Örn Einarsson 4, Alexander Már Egan 3 og Guðni Ingvarsson 1 mark.
Helgi Hlynsson varði 12 skot í marki Selfoss og Einar Ólafur Vilmundarson eitt.
UMMÆLI