NTC

Nýtt aðstöðuhús Nökkva rís í vetur

Nýtt aðstöðuhús Nökkva rís í vetur

Framkvæmdir við nýja aðstöðu fyrir siglingaklúbbinn Nökkva fara senn að hefjast en bæjarráð Akureyrar samþykkti í vikunni tilboð frá verktakanum Sigurgeiri Svavarssyni á Akureyri.

BB Byggingar buðu 220,6 milljónir og Sigurgeir Svavarsson 204,3 milljónir.

Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í sumarbyrjun á næsta ári. Á vef siglingarklúbbsins segir að húsið verði algjör bylting í stafsemi félagsins.

„Klúbburinn fær nú alvöru búningsaðstöðu, starfsmanna aðstaða mun gjörbreytast ásamt viðgerða og viðhaldsaðstöðu. Klúbburinn getur nú loksins farið að reka félagsstarf sitt allt árið. Þessu ber að fagna og þakka öllum þeim sem hafa lagt klúbbnum lið í að gera þetta að veruleika,“ segir þar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó