Guðmundur Ómarsson, Kristján Kristjánsson og Ívar Örn Björnsson hafa í samvinnu smíðað nýtt snjallforrit. Forritið sem verið hefur í smíðum í næstum tvö heitir YouWish en því er ætlað að hjálpa fólki í gjafaleit og gæti komið að góðum notum fyrir jólin.
„Við erum búin að leysa mjög stórt vandamál með að finna réttar gjafir fyrir fjölskyldu og vini. Þú einfaldlega setur vörur sem þig langar í á þinn lista og allir facebook vinir þínir geta séð það og eiga þá auðveldara með að velja réttu gjöfina sem þig langar í,“ segir Guðmundur á Facebook síðu sinni.
Forritið er frítt og er fáanlegt í App Store. Hægt er að sækja appið HÉR
UMMÆLI