Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Akureyrinar er rætt við hann Jóhann Heiðar Jónsson, hönnunarstjóra markaðsdeildar CCP.
Jóhanni þykir gaman að ferðast um fjöll á mótorhjóli. Hann er starfsaldursforseti tölvuleikjafyrirtækisins CCP, byrjaði 1999, en hefur stærstan hluta verið í fjarvinnu frá Akureyri.
„Mér finnst bara algjör forréttindi að geta búið í bæ eins og Akureyri sem hefur allt sem ég hef gaman af að gera en á sama tíma að vinna fyrir frábært og skemmtilegt fyriræki sem er að gera ótrúlega spennandi hluti á heimsmælikvarða. Hér hefur maður allt til alls, hvort sem það er fjallið til að fara á skíði eða bretti eða fjallið hinu megin til að fara á mótorhjól, inn í Kjarnaskóg í strandblak, stutt að fara að veiða, bara nefndu það. Þetta er mikill lúxus,“ segir hann.
Akureyringar er hlaðvarp Akureyrarbæjar þar sem rætt er við alls konar fólk sem á það sameiginlegt að auðga samfélagið með einum eða öðrum hætti.
Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu.
Hlustaðu á nýjasta þáttinn í spilaranum hér að neðan:
UMMÆLI