Framsókn

Hamingjusamar hænur í Eyjafirði

Það má með sanni segja að internetið hafi logað eftir þátt Kastljóssins í gærkvöldi þar sem fjallað var ítarlega um fyrirtækið Brúnegg og Matvælastofnun, en þar var lýst skelfilegri meðferð á hænum af hálfu fyrirtækisins.

Það má sem betur fer sjá að það eru ekki allir eggjabændur sem fara illa með hænurnar sínar en fyrirtækið Grænegg, sem er fjölskyldufyrirtæki starfrækt hér á Akureyri státar sig af því að vera með hamingjusamar hænur.

Eigendur Grænegg, með hamingjusama hænu á höfði.

Eigendur Grænegg, með hamingjusama hænu á höfði.

Ef marka má myndina sem þau settu á facebook í gær er það alveg dagsatt enda virðist þar mjög snyrtilegt og hænurnar eins og algjörar andstæður við þær sem sáust í Kastljósinu.
Það er því sennilega ekki þörf á neinum rannsóknum þar á bæ, enda eru umsóknir inn á síðu fyrirtækisins líka allar á einn veg. Umsögnum og stjörnugjöfum hefur fjölgað gífurlega á facebook síðu fyrirtækisins síðasta sólahring og langflestir gefa þar 5 stjörnur af 5 mögulegum. Meðal margra er veitingahúsaeigandinn Róbert Hasler sem setur athugasemd en hann segir:
,,Nota einungis grænegg á mína veitingastaði, og er stoltur af því“.

Önnur athugasemd er á sama veg:
,,Þessi eru með allt á hreinu. Skal votta það hér með. Fyrir utan að vera með bestu eggin þá erum við að tala um hressustu hænur sem ég hef hitt. Allar götur!“

Snyrtileg aðstaða.

Snyrtileg aðstaða.

Við vonum að aðrir taki sér Grænegg til fyrirmyndar eftir þátt Kastljóssins og þá umræðu sem fylgir nú í kjölfarið um meðhöndlun dýra. Vonandi vekur hún alla til umhugsunar og aðgerða.

VG

UMMÆLI

Sambíó