Í gærkvöldi mætti botnlið Akureyrar toppliði Aftureldingar þegar liðin skildu jöfn 23-23. Akureyringar voru með yfirhöndina allan leikinn og Mosfellingar náðu til að mynda aldrei forrystu í leiknum.
Sigþór Gunnar Jónsson var að spila sinn fyrsta leik hjá Akureyri og stóð sig vel. Akureyringar byrjuðu vel en urðu fyrir áfalli í stöðunni 6-8 þegar Stropus meiddist og var leiddur af velli.
Akureyringar héldu þó forystunni í 2-3 mörkum og Tomas Olavsson markmaður Akureyringar var frábær í markinu. Í hálfleik var Akureyri með 5 marka forskot 8-13.
Mosfellingar söxuðu hægt og rólega á forskotið í seinni hálfleik og þegar 5 mínútur lifðu leiks var staðan 20-23 Akureyri í vil. Þegar rúm mínúta var eftir jöfnuðu Afturelding í 23-23 og urðu það lokatölur.
Úrslitin hljóta að vera vonbrigði fyrir Akureyringar miðað við hvernig leikurinn spilaðist en verður þó að segjast að liðið lítur mun betur út en það gerði í upphafi vetrar.
Markahæstu leikmenn Akureyri:
Kristján Orri Jóhannsson 6
Mindaugas Dumcius 6
Róbert Sigurðsson 2
Andri Snær Stefánsson 2
Friðrik Svavarsson 2
Arnór Þorsteinsson 2
UMMÆLI