Í dag fór fram formleg opnun á kvennaathvarfi á Akureyri. Á Facebook-síðu Akureyrarbæjar segir að athvarfið verði mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem er veitt þolendum ofbeldis á Norðurlandi.
Þjónusta athvarfsins verður viðbót við starfsemi Bjarmahlíðar sem sinnt hefur þjónustu við þolendur ofbeldis á Norðurlandi undanfarin misseri. Jafnframt verður það viðbót við þjónustu Kvennaathvarfsins en það hefur lengi staðið til að færa þjónustuna út fyrir höfuðborgarsvæðið.
Athvarfið verður opnað í góðu samstarfi við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, Aflið og ráðherra félagsmála og dómsmála.
Signý Valdimarsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf sem verkefnisstýra nýja athvarfsins.
UMMÆLI