NTC

Vinna Þórsarar þriðja heimaleikinn í röð?

korfubolti

Íþróttahöllin klukkan 17:00.

Áttundu umferð Dominos-deildar karla lýkur í dag með leik Þórs og ÍR í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 17.

Þórsarar freista þess að vinna sinn þriðja heimaleik í röð en í síðustu umferð vann liðið nafna sína úr Þorlákshöfn. Nánar um þann leik hér.

ÍR-ingar hafa tapað síðustu þrem leikjum sínum og ákváðu að skipta um Bandaríkjamann á dögunum. Quincy Hankins-Cole mun leika sinn fyrsta leik fyrir ÍR í Höllinni í dag en hann þekkir til á Íslandi eftir að hafa leikið með Snæfelli tímabilið 2011-2012.

ÍR hefur unnið tvo leiki í vetur og situr í næstneðsta sæti deildarinnar en Þórsarar hafa tveim stigum meira.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó