Það verður leikið í Hertz deild kvenna í íshokkí í dag þar sem Ynjur, yngra kvennalið Skautafélags Akureyrar, fá Bjarnarkonur í heimsókn í Skautahöll Akureyrar klukkan 19:00.
Ynjur hafa verið algjörlega óstöðvandi í vetur en liðið er búið að vinna alla fimm leiki sína í deildinni.
Síðast þegar þessi lið mættust unnu Ynjur 3-8 sigur en sá leikur fór fram í Egilshöll í Reykjavík fyrir rúmlega einum mánuði.
Stelpurnar hafa spilað betur og betur með hverjum leiknum en um síðustu helgi unnu Ynjur tíu marka sigur á SR, 12-2 og áttu Ynjur 60 skot á markið í leiknum sem er einmitt 60 mínútur. Nánar um þann leik hér.
Það er því óhætt að hvetja fólk til að mæta í Skautahöllina klukkan 19:00 og fylgjast með þessum bráðefnilegu stelpum.
Þó fólk sé í Reykjavík þarf það ekki að örvænta því það verður líka boðið upp á hágæða íshokkí í borginni þar sem Skautafélag Akureyrar verður í heimsókn hjá Esju í Skautahöllinni í Laugardal í Hertz-deild karla. Sá leikur hefst klukkan 18:45.
UMMÆLI