Tímavélin er fastur liður hér á Kaffinu þar sem við birtum skemmtilega og eftirminnilega hluti, myndbönd, myndir, viðtöl og fleira úr fortíðinni.
Í tímavélinni í dag rifjum við upp magnaðan handboltaleik erkifjendanna Þór og KA frá árinu 1998 þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Það var jafnan hart barist í þessum viðureignum sem heyra nú sögunni til þar sem liðin hafa sameinast undir merkjum Akureyrar Handboltafélags.
Gjarnan fóru menn aðeins yfir strikið og er óhætt að segja að það eigi við um þetta atvik þar sem hinn dagfarsprúði Þórsari Ingólfur Samúelsson skallar Halldór Jóhann Sigfússon, sem í dag er þjálfari FH í Olís-deild karla.
Sjón er sögu ríkari og óhætt að mæla með áhorfi á myndbandið hér að neðan.
Fyrri tímavélar
Tímavélin – Leikmaður Þórs fer með andlitið á bólakaf í endaþarm
Tímavélin – „Ég er ekkert að fara að láta kveikja í mér í dag“
UMMÆLI