Sundfélagið Óðinn náði í fjögur gullverðlaun á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi.
Fannar Logi Jóhannesson varð Íslandsmeistari í flokknum S14 16 ára og yngri í 100 og 50 metra bringusundi. Að auki vann hann til silfurverðlauna 50, 100 og 200 metra skriðsundi og 50 metra baksundi 16 ára og yngri. Þá varð hann annar í 200 metra fjórsundi, 200 metra skriðsundi og fjórði í 100 metra fjórsundi í karlaflokki.
Bergur Unnar Unnsteinsson varð Íslandsmeistari í sama flokki í 50 metra skriðsundi og 50 metra baksundi. Hann varð annar í 50 og 100 metra bringusundi og hlaut bronsverðlaun í 100 metra skriðsundi. Bergir keppti einnig í karlaflokki þar sem hann lenti í þriðja sæti í 100 metra fjórsundi.
Axel Birkir Þórðarson og Breki Arnarsson tóku einnig þátt í mótinu fyrir hönd sundfélagsins en náðu ekki að vinna til gullverðlauna að þessu sinni.
UMMÆLI