Gæludýraverslunin Gæludýr.is stefnir að opnun á tæplega 1000 fm verslun á Akureyri 10. september næstkomandi. Verslunin verður staðsett að Baldursnesi 8.
Vegleg opnunartilboð verða fyrstu vikuna ásamt því sem kynningar verða í versluninni eftir því sem sóttvarnartilmæli leyfa. Opnunarviðburðir verða kynntir á Facebooksíðu verslunarinnar þegar nær dregur.
Gæludýr.is er lágvöruverðsverslun með gæludýravörur sem fagnar í ár 10 ára afmæli í ár. Gæludýr.is rekur í 4 verslanir á Íslandi auk vefverslunar.
UMMÆLI