NTC

InnSæi sýnd í Sambíóum Akureyri

InnSæi verður sýnd í Sambíóum Akureyri 28. nóvember

InnSæi verður sýnd í Sambíóum Akureyri 28. nóvember

Heimildamyndin InnSæi verður sýnd þann 28. nóvember næstkomandi klukkan 20:00 í Sambíóum Akureyri. Myndin er í leikstjórn Hrundar Gunnsteinsdóttur og Kristínar Ólafsdóttur. Handritshöfundur er Hrund Gunnsteinsdóttir. Myndin, sem er 77 mínútur á lengd, var frumsýnd 10. október síðastliðin í Bíó Paradís í Reykjavík og hefur hlotið góðar viðtökur og umræður.

InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar sem lætur engan ósnortin. Myndin fjallar um nýja tíma sem kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun.  Heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og þessir nýju tímar kalla á nýja hugsun.

Myndin tekur á kenningum eins og að 65% af skólakrökkum í dag eigi eftir að vinna störf í framtíðinni sem eru ekki til í dag og að þunglyndi verði ein helsta orsök örorku árið 2020. Kulnun í starfi, upplýsingaáreiti og ofbeldi eru orðinn daglegur hluti af menningu okkar, afþreyingarefni og fjölmiðlaumfjöllun, á meðan að ósnortin náttúra er orðin að fjarlægum draumi fyrir fólk víða um heim. Myndin veltir því upp hvernig þessir þættir hafa áhrif á líf okkar.

Í bland við persónulega reynslu sögumannsins Hrundar Gunnsteinsdóttur, koma fram í myndinni heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis: Heim endalausra möguleika, sjálfsþekkingar, samkenndar og ímyndunarafls. Veröld sem við erum að missa tengingu við í hraða og áreiti nútímasamfélagsins.

Á ferðalagi leikstjóranna Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við upplýsingaflæði, stress og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að dafna og takast á við nútímasamfélag.

Miðasala á myndina fer fram á www.tix.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó