Vilhjálmur B. Bragason er nýr þáttastjórnandi Föstudagsþáttarins á sjónvarpsstöðinni N4. Vilhjálmur tekir við af Maríu Pálsdóttur sem hefur stýrt þættinum í um tvö og hálft ár.
„Það gleður okkur mikið að kynna Vilhjálm B. Bragason til leiks, betur þekktan sem Villa eða Villa vandræðaskáld. Hann ætlar sennilega ekki að troða sér í hælaskóna hennar Maríu, heldur kemur hann í sínum eigin skóm og setur sinn eigin brag á þessa vinsælu spjallþætti okkar á N4,“ segir í tilkynningu frá N4.
Fyrsti Föstudagsþátturinn sem Vilhjálmur stýrir fer í loftið 4. september næstkomandi.
UMMÆLI