Gæludýr.is

Handboltaveisla í KA-heimilinu

handboltiÞað verður sannkölluð handboltaveisla í KA-heimilinu í dag því þar verður boðið upp á hágæða tvíhöfða.

Strákarnir í Akureyri Handboltafélag ríða á vaðið þegar þeir fá firnasterkt lið ÍBV í heimsókn í lokaleik tólftu umferðar Olís-deildar karla en Akureyringar eru á mikilli siglingu eftir erfiða byrjun. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Akureyri hefur unnið tvo leiki í röð og leikið þrjá leiki í röð án þess að tapa. Þrátt fyrir það er liðið enn í neðsta sæti deildarinnar en sigur í dag myndi koma liðinu úr fallsæti.

Fljótlega að loknum leik strákanna, eða klukkan 16:00 er komið að hörkuleik í 1.deild kvenna þar sem KA/Þór og FH mætast í lokaleik tíundu umferðar en einu stigi munar á liðunum sem sitja í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.

Þegar þessi lið mættust í Hafnarfirði fyrr í vetur lauk leiknum með jafntefli í hörkuleik, 25-25.

Stelpunum hefur tekist að búa til vígi í KA-heimilinu í vetur því KA/Þór hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína til þessa.

Sambíó

UMMÆLI