NTC

Nemendur í MA aðstoða eldri borgara með tölvur og snjalltæki

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri og félag eldri borgara á Akureyri eru í samstarfi þar sem Menntaskólinn býður upp á aðstoð í tölvu og snjalltækjum. Þetta er hluti af verkefni í lífsleikni sem nemendur í 2. bekk á tungumála- og félagsgreinasviði vinna. Verkefnið er helgað borgaravitund og sjálboðastörfum.

Á undanförnum árum hefur tekist vel upp að fá unga fólkið til að fræða það eldra um tölvutæknina sem er orðin svo áberandi í nútímasamfélagi. Verkefnið lítur einnig til annarra þátta en markmið þess er að skoða hvar hinn almenni borgari getur gert gagn í samfélaginu.

Skólinn er einnig í samstarfi við öldrunarheimilið Hlíð, Rauða Krossinn og íþróttafélögin KA og Þór. Verkefnið mun eiga sér stað næstu tvo fimmtudaga til 1. desember en hófst núna 17. nóvember. Hægt er að sjá myndir frá fyrsta tímanum og nánar um verkefnið á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri.

 

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI