Sagt að koma sér í mjúkinn hjá Þorsteini Má til að eiga séns í fréttamennsku á Akureyri

Sagt að koma sér í mjúkinn hjá Þorsteini Má til að eiga séns í fréttamennsku á Akureyri

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðar og fjölmiðlamaður, segir að þegar hann hafi verið að hefja störf í fréttamennsku á Akureyri hafi honum verið sagt að koma sér í mjúkinn hjá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra útgerðarfyrirtækisins Samherja, til þess að eiga séns í nýja starfinu.

Guðmundur starfaði sem frétta- og dagskrárgerðarmaður fyrir RÚV um nokkurra ára skeið. Hann segir á Twitter síðu sinni í dag að hann hafi fengið ráðleggingar um að koma sér í mjúkinn hjá Þorsteini Má frá reynslumestu fréttamönnunum á Akureyri.

„Þegar ég byrjaði í fréttamennsku á Akureyri var mér sagt að ef ég ætlaði að eiga einhvern séns í nýja djobbinu þá yrði ég að koma mér í mjúkinn hjá Þorsteini Má. Þetta var fyrir 15 árum og heilræðin komu frá reynslumestu fréttamönnunum á svæðinu,“ skrifar Guðmundur á Twitter.

Samherji hefur hafið sýningar á vefþáttum sem eru ætlaðir sem svar við fréttaflutningi RÚV um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt aðferðir Samherja.

„Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands lýsir furðu sinni á til­raunum útgerð­ar­fé­lags­ins Sam­herja til þess að gera frétta­flutn­ing af mál­efnum fyr­ir­tæk­is­ins tor­tryggi­legan og for­dæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæm­andi fyr­ir­tæk­inu og því mik­il­væga hlut­verki sem það gegnir í íslensku atvinnu­lífi, hlut­verk sem því hefur verið falið af lýð­ræð­is­legum stofn­unum sam­fé­lags­ins. Það er einmitt það hlut­verk sem gerir ítar­lega og gagn­rýna umfjöllun um starf­semi þess alger­lega nauð­syn­lega,“ segir í álykt­un­ frá Blaðamannafélagi Íslands.

VG

UMMÆLI

Sambíó