NTC

Viktor í 6.sæti á á HM – „Ætla ađ vera samkeppnishæfur um medalíur á næstu árum”

Viktor Samúelsson

Viktor Samúelsson

Viktor Samúelsson kraftlyftingamaður hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í Orlando. Skemmst er frá því að segja að Viktor stóð sig frábærlega. Hann lyfti 375 kg í hnébeygju, 307,5 kg í bekkpressu og 317,5 í réttstöðulyfti sem að gefur honum 1000 kg samanlagt.

Þessar tölur skiluðu Viktori í 6. sæti á mótinu og Norðurlandameti ungmenna í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu. Hreint Magnaður árangur.

Mótið var fyrsta heimsmeistaramót Viktors í opnum flokki en áður hefur hann keppt í unglinga og ungmennaflokkum með góðum árangri.

Ég er mjög ánægđur međ þetta og finnst ég hafa sannađ fyrir sjálfum mér ađ ég get, og ætla ađ vera samkeppnishæfur og í baráttu um medalíur á næstu árum” sagði Viktor í samtali við Kaffið í nótt.

Sambíó

UMMÆLI