Egypski skiptineminn Sherihan Essam Farouk Azmy Sade er ekki vön snjónum. Sherihan Essam Farouk Azmy Sade er sautján ára gömul frá Alexandríu í Egyptalandi. Hún kom til Akureyrar í ágúst sl. og dvelur hér fram í júní á næsta ári sem skiptinemi við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Sjá einnig: Búist við stórhríð á Akureyri
Veturinn hófst fyrir alvöru í vikunni á Akureyri og hefur fólk misjafnar skoðanir á því hversu ánægjulegt það sé. Sherihan er ein af þeim sem fagnar snjónum en þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem hún sér snjó. Í heimaborg hennar er hitinn um þessar myndir yfir 20 stig.
Sherihan tók snjónum sannarlega fagnandi og fannst mikið til koma. Svo er spurning hvort hún drífi sig á skíði eða bretti í Hlíðarfjalli en stefnt er að því að opna þar 1. desember.
Sjá einnig: Stefnt á að opna Hlíðarfjall 1. desember
Heimasíða VMA birti á dögunum viðtal við Sherihan og Reem Khattab vinkonu hennar frá Sýrlandi sem má sjá hér.
UMMÆLI