Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 19. nóvember kl. 13 – 18. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.
Gilfélagið var formlega stofnað 30. nóvember 1991. Starfsemi Gilfélagsins er styrkt af Akureyrarbæ og hefur það umsjón með Deiglunni og gestavinnustofu listamanna. Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengls almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn.
Þátttakendur eru:
Hrönn Einarsdóttir
Jónborg Sigurðardóttir
Þórhildur Örvars
Lára og Hjalti
Þorgerður Jónsdóttir
Jökull Guðmundsson
Rósa Júl og Kalli
Jóna Bergdal
UMMÆLI