Framsókn

Íbúar í Grímsey ósáttir vegna meistararitgerðar

Grímsey

Grímsey

Mikil óánægja ríkir meðal íbúa í Grímsey vegna meistararitgerðar í mannfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni eru íbúar nafngreindir ásamt því að persónuleg málefni eru rædd. Þá eru fjármál og heilsufar birt. Frá þessu er greint í Stundinni í dag.

Ritgerðin er vettvangsrannsókn á mannlífinu í Grímsey og ber heitið Draumland í Dumbshafi. Háskóli Íslands hefur nú tekið ritgerðina úr birtingu. Í þessu eintaki Fréttatímans má þó sjá valda hluta úr ritgerðinni.

Heimildir Kaffisins herma að íbúar í Grímsey sem og brottfluttir eyjaskeggjar séu afar ósáttir með ritgerðina og segir Gyða Birnisdóttir, brottfluttur Grímseyingur meðal annars á Facebook síðu sinni. „Ömurlegri umfjöllun hef ég aldrei lesið um fallegu eyjuna mína sem ég elska og fólkið sem býr þar!”

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó