NTC

Maður sem heitir Ove mætir í Samkomuhúsið

Sigurður Sigurjónsson fer  með hlutverk hins geðstirða Ove.

Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk hins geðstirða Ove.

Menningarfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið taka höndum saman og færa einleikinn Maður sem heitir Ove á svið Samkomuhússins á Akureyri í janúar.

Í sýningunni, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda, fer Sigurður Sigurjónsson með hlutverk hins geðstirða Ove.Hér er á ferðinni bráðfyndið leikverk um sorg og gleði, einangrun og nánd, byggt á samnefndri metsölubók en leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Haukur Þórsson.

Maður sem heitir Ove hefur slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu og uppselt hefur verið á allar sýningar frá frumsýningu.  Sýningin er gestasýning Leikfélags Akureyrar og fagnar Menningarfélag Akureyrar samstarfinu við Þjóðleikhúsið sem gerir áhorfendum kleift að njóta þessara frábæru sýninga á fjölum Samkomuhússins snemma á næsta ári  dagana 13. og 14. janúar.

VG

UMMÆLI

Sambíó