Mikill fjöldi ferðamanna er nú staddur á Akureyri en margir viðburðir fara fram í bænum um helgina. Mest allt gistipláss í bænum seldist upp fyrir helgina.
Goðamót Þórs í fótbolta fer fram á Þórssvæði líkt og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum. Þá er einnig í gangi Hjólreiðahelgi Akureyrarbæjar.
Margir af ferðamannastöðum bæjarins hafa verið meira og minna fullir í allan dag og hefur verið nóg að gera á veitingastöðum. Á meðfylgjandi mynd má sjá gesti í Sundlaug Akureyrar en þar hefur verið röð út að dyrum í allan dag.
UMMÆLI