Gæludýr.is

Glæsilegur árangur Ungmennnafélags Akureyrar á Unglingameistarmóti Íslands

Glæsilegur árangur Ungmennnafélags Akureyrar á Unglingameistarmóti Íslands

Unglingameistaramót Íslands var haldið í Kaplakrika, Hafnarfirði nú um liðna helgi 18.-19. júlí. Hópurinn frá UFA stóð sig með miklum glæsibrag og allir til fyrirmyndar. Veður var þó nokkuð rysjótt og vindasamt, sérstaklega á fyrri degi mótsins. 

UFA eignaðist 6 Íslandsmeistara, 2 silfurverðlaun og 5 brons. Þeir Gunnar Eyjólfsson og Birnir Vagn Finnson settu einnig báðir mótsmet. Gunnar í stangarstökki þar sem hann stökk 4, 45 metra. Birnir Vagn í 110 metra grindahlaupi á tímanum 14,91. 

Árangur hópsins er annars sem hér segir:

Andrea Björg Hlynsdóttir (16- 17 ára) náði 3. sæti í 100 m grindahlaupi á 13,94.

Aþena Björk Ómarsdóttir (16-17 ára) hljóp 800 m á 2.56,63 sem gaf henni 3. sætið.

Birnir Vagn Finnsson (16-17 ára) hljóp 100 m á 11,16 og náði 2. Sæti; í 110 metra grindahlaupi á 14,91; 1. sæti á mótsmeti og mikil persónuleg bæting.  400 m grindahlaup 59,71; 1. sæti. Stangarstökk 3.20 m 3. sæti. Þrístökk 12,76 m 1. sæti. Spjótkast 44,06 m og 2. sæti.

Dagur Máni Guðmundsson (16-17 ára) átti persónulega bætingu í kúluvarpi þar sem hann kastaði 11,51 m og náði 6. sæti.

Gunnar Eyjólfsson (20-22 ára) hljóp 110 metra grindahlaup á 16,73 sem er persónuleg bæting og 1. sæti. Stangarstökk 4,45 m 1. sæti og mótsmet. Langstökk 7,06 m 1. sæti. Kringlukast 36,13 m 3. sæti.

Sigurlaug Anna Sveinsdóttir (15 ára) hljóp 300 m hlaup á 47,32 og náði hún 3. sæti. Einnig bætti hún persónuleg met í langstökki; 4,69 mog kúluvarpi; 8,46 m.

Tjörvi Leó Helgason (15 ára) bætti sinn persónulega árangur í hástökki þar sem hann stökk 1,40 m og varð í 5. sæti.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega frjálsíþróttafólki, sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.

Birnir Vagn Finnson setti mótsmet í 110 metra grindahlaupi
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó