Myndband frá stærsta N1 móti KA hingað til

Myndband frá stærsta N1 móti KA hingað til

Þrítugasta og fjórða N1 mót KA í knattspyrnu fór fram um helgina. Aldrei hafa fleiri lið eða keppendur verið skráð á mótið sem fór fram í blíðskaparveðri.

Á vef KA segir að tekist hafi ákaflega vel til á mótinu sem heldur áfram að stækka ár frá ári.

„Mikil gleði ríkti á mótinu enda skemmdi ekki fyrir að veðrið lék við mótsgesti alla fjóra dagana. Þá sýndi KA-TV vel frá mótinu en alls voru sýndir 106 leikir í beinni útsendingu og var þeim öllum lýst af starfsmönnum stöðvarinnar,“ segir á vef KA.

Hér að neðan má sjá stórskemmtilegt myndband frá mótinu

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó