Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi, verður haldið í 27. sinn þann 4. júlí. Um er að ræða óbyggðahlaup eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði.
Skokk þetta var fyrst haldið árið 1994 og hefur farið fram árlega síðan. Þorvaldsdalur er opinn í báða enda, opnast suður í Hörgárdal og norður á Árskógsströnd. Skokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og endamarkið er við Árskógsskóla. Vegalengdin er um 25 kílómetrar.
Met þátttaka er í skokkinu í ár og um 190 manns skráðir til leiks. Forskráning fer fram á hlaup.is en einnig er hægt að hafa samband við skipuleggjendur á thorvaldsdalsskokk@umse.is varðandi greiðslu þátttökugjalda.
UMMÆLI