NTC

Birna og Hjalti leika í Benedikt búálfi

Birna og Hjalti leika í Benedikt búálfi

Hjalti Rúnar Jónsson og Birna Pétursdóttir eru í hópi þeirra sem leika í fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson.

Hjalti og Birna eru bæði heimavön í Samkomuhúsinu en Hjalti Rúnar hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir fjölskylduverkið Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist í sviðsetningu Leikhópsins Umskiptinga í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Hjalti og Birna léku saman í söngleiknum Kabarett sem einnig hlaut tilnefningu til Grímunnar sem sýning ársins 2019. Að auki lék Birna til að mynda í Djáknanum á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð og fjölskylduverkinu Gallsteinar afa Gissa sem einnig nældi í Grímutilnefningu.

Auk Hjalta og Birnu munu Árni Beinteinn Árnason, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Björgvin Franz Gíslason og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, leika í söngleiknum sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir febrúar 2021. Söngleikurinn um Benedikt búálf bar sigur úr býtum í spennandi netkosningu þar sem áhorfendur völdu það fjölskylduverk sem þeir vilja sjá á næsta ári. Leikstjóri verður Vala Fannell. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó