Þór/KA tók á móti ÍBV í Pepsi Max deild kvenna á Akureyri í dag. Þór/KA konur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu leikinn 4-0.
Margrét Árnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA, Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði eitt og Karen María Sigurgeirsdóttir eitt.
Þór/KA fara vel af stað í Pepsi Max deildinni í sumar en liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og er í efsta sæti á markatölu. Þór/KA vann 4-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð.
Þór/KA 4 – 0 ÍBV
1-0 Margrét Árnadóttir (’18 )
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (’21 )
3-0 Margrét Árnadóttir (’33 )
4-0 Karen María Sigurgeirsdóttir (’45 )
Lestu nánar um leikinn
UMMÆLI