NTC

Fyrirtæki glöddu starfsfólk Sak í tilefni endaloka Covid

Fyrirtæki glöddu starfsfólk Sak í tilefni endaloka Covid

Velvilji samfélagsins til Sjúkrahússins á Akureyri kom vel í ljós í gegnum Covid-19 faraldurinn. Bjarni Jónasson, forstjóri sjúkrahússins, segir frá þessu í pistli á vef Sak.

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi tók til í skóginum við Kristnes, fyrirtækin Whale watching Hauganes, Baccalárbar og SBA Norðurleið buðu starfsmönnum í ævintýraferð og til að bæta gæði rafmagns á Sjúkrahúsinu tóku fyrirtækin Rafeyri, Ískraft, Orkulausnir, Skútaberg, Norðurorka og Slippurinn sig saman og bættu jarðtengingar um djúpskaut.

„Öllum þessum aðilum vil ég færa bestu bestu þakkir fyrir höfðingsskap og hlýhug,“ segir Bjarni í pistli sínum.

VG

UMMÆLI

Sambíó