Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert og var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hvetja þjóðina til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum.
Grunnskólarnir á Akureyri hafa tekið virkan þátt í þessu átaki með ýmsum hætti og árið 2012 var í fyrsta sinn mynduð svokölluð vinakeðja í kringum Glerárskóla.
Það var gert aftur þriðjudaginn 8. nóvember sl. Allir nemendur, starfsfólk og þeir forráðamenn barna sem sáu sér fært að mæta, héldust í hendur og mynduðu sterka vinakeðju utan um skólann sem tákn um baráttuna gegn einelti.
UMMÆLI