Ásdís sú besta hjá KA/Þór

Ásdís sú besta hjá KA/Þór

Ásdís Guðmundsdóttir var valin besti leikmaður tímabilsins hjá handboltaliði KA/Þór á glæsilegu lokahófi á föstudagskvöld. Ásdís gerði 86 mörk í 20 leikjum í vetur. Þetta kemur fram á vef KA.

Rakel Sara Elvarsdóttir var valin efnilegasti leikmaður liðsins en Rakel er lykilleikmaður í liðinu þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Hún gerði 61 mark úr hægra horninu í vetur.

Þá var Matea Lonac markvörður valin besti liðsfélaginn en þessi hressi Króati fór mikinn í markinu þar sem hún varði 249 skot í vetur. Þá gerði hún einnig tvö mörk þar af ótrúlegt sigurmark á lokasekúndunni yfir allan völlinn gegn Stjörnunni sem mun seint gleymast.

Sjá einnig: Ótrúlegt sigurmark KA/Þór gegn Stjörnunni

Á vef KA segir að það sé mikill hugur innan liðsins fyrir komandi vetri. „Það verður gaman að fylgjast með okkar öfluga liði halda áfram að stíga fram á við næsta vetur.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó